Suðurnes: atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrastofnunum
16. maí 2024
Tímasetningar vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna forsetakosninga þann 1. júní 2024 á sjúkrastofnunum á Suðurnesjum
Nesvellir þann 27. maí 2024 milli kl. 13 – 15 að Njarðarvöllum 2, 260 Reykjanesbæ.
Hlévangur þann 28. maí 2024 milli kl. 13 – 15 að Faxabraut 13, 230 Reykjanesbæ.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 29. maí 2024 milli kl. 13 – 15 að Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ.
Hafi sjúklingi á HSS verið ómögulegt að greiða atkvæði á ofangreindum tíma, gefst honum kostur á að greiða atkvæði á stofnuninni á kjördag, 1. júní, frá klukkan 14:00 til l4:30.