Skýrsla landskjörstjórnar um undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga
17. október 2022
Landskjörstjórn afhenti dómsmálaráðuneytinu skýrslu sína um undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna sem fóru fram 14. maí 2022.
Skýrsla landskjörstjórnar um undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 kom út nýverið og var hún afhent dómsmálaráðuneytinu í dag.
Þetta eru tímamót fyrir skrifstofu landskjörstjórnar sem sett var á fót með gildistöku kosningalaga í byrjun þessa árs. Um er að ræða skil á fyrstu skýrslu landskjörstjórnar til ráðherra um undirbúning og framkvæmd kosninga en samkvæmt lögunum skal ráðherra leggja skýrsluna fyrir Alþingi.
Í skýrslunni er meðal annars sagt frá hlutverki, skipan og starfsemi landskjörstjórnar það sem af er ári og fjallað um undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna 14. maí 2022.
Rafræn útgáfa skýrslunnar: 91699 Skyrsla Landskjorstjornar.indd (ctfassets.net)