Fara beint í efnið
Landskjörstjórn Forsíða
Landskjörstjórn Forsíða

Landskjörstjórn

Móttaka framboða vegna alþingiskosninga 2024

23. október 2024

Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til klukkan 12 á hádegi fimmtudaginn 31. október 2024.

Móttaka framboða Alþingiskosningar

Framboðsfresti lýkur klukkan 12:00 þann 31. október.

Framboðum er hægt að skila rafrænt hér en einnig verður tekið við framboðum á eftirtöldum stöðum:

Miðvikudaginn 30. október:

  • Á skrifstofu landskjörstjórnar, að Tjarnargötu 4 í Reykjavík, klukkan 10:00 –12:00.

  • Í Salnum í Kópavogi, klukkan 09:00 – 11:00.

  • Í Setbergi í Hofi á Akureyri, klukkan 09:30 – 11.30.

  • Í Hjálmakletti í Borgarnesi, klukkan 16:00 – 18:00.

  • Í Betri Stofunni á Hótel Selfossi, klukkan 16:00 – 18:00.

Fimmtudaginn 31. október:

  • Í Stemmu í Hörpu, klukkan 10:00 – 12:00.

  • Á eftirtöldum skrifstofum sýslumanna, klukkan 10:00 – 12:00.

    • Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, að Útgarði 1 á Húsavík.

    • Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi.

    • Sýslumanninum á Suðurlandi, að Austurvegi 6 á Hvolsvelli.

Hægt er að skila framboðum óháð kjördæmum.

Framboðum skal fylgja:

  • Tilkynning um framboð, þar sem fram koma upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna og listabókstaf þeirra, samkvæmt skrá dómsmálaráðuneytisins.

  • Framboðslisti viðkomandi stjórnmálasamtaka, ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð.

  • Upplýsingar um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra.

  • Yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi.

    • Hægt er að taka skýrslu út úr meðmælakerfinu og skila með eða tiltaka ef meðmælum var safnað rafrænt.

Ef meðmælum er safnað á pappír þarf að skila frumriti til landskjörstjórnar. Mælst er til þess að frambjóðendur númeri hverja blaðsíðu og slái inn kennitölur meðmælenda í rafræna meðmælakerfið á Ísland.is til þess að auðvelda yfirferð.

  • Fjöldi meðmælenda skal vera eftirfarandi:

    • Í Norðvesturkjördæmi á bilinu 210-280

    • Í Norðausturkjördæmi á bilinu 300-400

    • Í Suðurkjördæmi á bilinu 300-400

    • Í Suðvesturkjördæmi á bilinu 420-560

    • Í Reykjavíkurkjördæmi suður á bilinu 330-440

    • Í Reykjavíkurkjördæmi norður á bilinu 330-440

Framboðstilkynningu má undirrita eigin hendi eða með rafrænni undirritun.

Rafræn skil á framboðum

Hægt er að skila öllum gögnum rafrænt í gegnum Ísland.is. Upplýsingar um frambjóðendur eru slegnar inn og fylgigögnum hlaðið upp. Gott er að notast við rafrænar undirritanir frambjóðenda og umboðsmanna til þess að skila gögnum. Ef einhverjar undirritanir eru ekki rafrænar þurfa þær að berast landskjörstjórn í frumriti.

Landskjörstjórn hefur útbúið sniðmát sem frjálst er að nota:

Eftir að framboðsfrestur rennur út, klukkan 12:00 hinn 31. október næstkomandi, fer landskjörstjórn yfir framboðin og kannar hvort öll skilyrði séu uppfyllt og úrskurðar í kjölfarið um gild framboð.

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is