Fara beint í efnið
Landskjörstjórn Forsíða
Landskjörstjórn Forsíða

Landskjörstjórn

Merki landskjörstjórnar

12. desember 2022

Merki landskjörstjórnar

Lógó landskjörstjórnar

Merki landskjörstjórnar leit dagsins ljós á dögunum eins og vefur landskjörstjórnar ber nú með sér.

Lagt var upp með það að merkið væri einfalt og stílhreint en segði samt sögu. Umgjörð kosninga byggir á nákvæmu regluverki og er sá andi t.d. fangaður með hinum skörpu línum og hornum sem einkenna merkið. Í merkinu má koma auga á atkvæði á leið ofan í kjörkassann, bókstafina L, K og S sem standa fyrir landskjörstjórn og fleiri tengingar við kosningar.

Merkið er hannað af Birgi Þ. Jóakimssyni grafískum hönnuði.

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is