Kynning á skýrslu um framkvæmd sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022
17. janúar 2023
Skýrsla landskjörstjórnar um undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga var kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag.
Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar, kynnti í dag skýrslu um undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga sem fóru fram 14. maí 2022 fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Í skýrslunni er meðal annars sagt frá hlutverki, skipan og starfsemi landskjörstjórnar það sem af er ári og fjallað um undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna 14. maí 2022.
Þá var einnig fjallað um skýrslur starfshópa um póstkosningu íslenskra ríkisborgara ertlendis í almennum kosningum og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.