Kjöri forseta Íslands lýst
25. júní 2024
Landskjörstjórn kom saman og lýsti úrslitum forsetakjörs.
Þann 25. júní 2024 kvað landskjörstjórn upp úrskurði sína um gildi ágreiningsseðla við forsetakjör þann 1. júní síðastliðinn og undirritaði svohljóðandi staðfestingu á úrslitum forsetakjörs:
„Landskjörstjórn gjörir kunnugt:
Kjör forseta Íslands fór fram 1. júní 2024. Við kjörið var í hvívetna gætt ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og kosningalaga nr. 112, 25. júní 2021.
Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti. Hún fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Samkvæmt þessu lýsir landskjörstjórn yfir að Halla Tómasdóttir er rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028.“
Landskjörstjórn,
Kristín Edwald, formaður,
Arnar Kristinsson,
Ebba Schram,
Hulda Katrín Stefánsdóttir,
Magnús Karel Hannesson.