Íbúakosning Sveitarfélagsins Hornafjarðar
11. maí 2023
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur samþykkt að fram fari íbúakosning í sveitarfélaginu frá 19. júní til 10. júlí í Ráðhúsi sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur samþykkt að fram fari íbúakosning í sveitarfélaginu frá 19. júní til 10. júlí í Ráðhúsi sveitarfélagsins.
Kosið er um hvort íbúar vilji samþykkja að aðal- og deiliskipulag byggðar í Innbæ haldi gildi sínu eða ekki.
Kosningarétt hafa þeir sem eru á kjörskrá og hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Hornafirði klukkan 12:00 þann 12. maí 2023.
Landskjörstjórn kemur ekki að íbúakosningunum og bent er á að hafa samband við yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna spurninga er varða framkvæmdina.