Frambjóðendur til forseta Íslands 2024
2. maí 2024
Alls eru 12 frambjóðendur til kjörs forseta Íslands
Forsetakosningar fara fram laugardaginn 1. júní 2024.
Framboðsfrestur rann út föstudaginn 26. apríl og í kjöri til forsetaembættisins eru:
Arnar Þór Jónsson, Hegranesi 31, Garðabæ,
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Trönuhjalla 17, Kópavogi,
Ástþór Magnússon Wium, Bretlandi, dvalarstaður Vogaseli 1, Reykjavík,
Baldur Þórhallsson, Starhaga 5, Reykjavík,
Eiríkur Ingi Jóhannsson, Hraunbæ 82, Reykjavík,
Halla Hrund Logadóttir, Snælandi 4, Reykjavík,
Halla Tómasdóttir, Klapparstíg 17, Reykjavík,
Helga Þórisdóttir, Grundarlandi 22, Reykjavík,
Jón Gnarr, Marargötu 4, Reykjavík,
Katrín Jakobsdóttir, Dunhaga 17, Reykjavík,
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Suðurgötu 4, Reykjavík,
Viktor Traustason, Markarflöt 2, Garðabæ.
Þetta auglýsist hér með samkvæmt 3. mgr. 50. gr. kosningalaga, nr. 112/2021.