Dómsmálaráðherra í heimsókn
12. febrúar 2024
Dómsmálaráðherra kom í heimsókn til landskjörstjórnar í dag
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kom í heimsókn til landskjörstjórnar í morgun ásamt aðstoðarmanni sínum Árna Grétari Finnssyni og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu.
Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar kynnti hlutverk og verkefni þessarar nýju stofnunar sem fer nú með framkvæmd kosninga sem og helstu áskoranir í starfinu. Landskjörstjórn sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd heyrir stjórnarfarslega undir dómsmálaráðherra sem fer með málefni kosninga.
Landskjörstjórn þakkar ráðherra og fylgdarliði kærlega fyrir komuna.