Fara beint í efnið
Landskjörstjórn Forsíða
Landskjörstjórn Forsíða

Landskjörstjórn

Dómsmálaráðherra í heimsókn

12. febrúar 2024

Dómsmálaráðherra kom í heimsókn til landskjörstjórnar í dag

Dómsmálaráðherra og Ástríður Jóhannesdóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kom í heimsókn til landskjörstjórnar í morgun ásamt aðstoðarmanni sínum Árna Grétari Finnssyni og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu.

Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar kynnti hlutverk og verkefni þessarar nýju stofnunar sem fer nú með framkvæmd kosninga sem og helstu áskoranir í starfinu. Landskjörstjórn sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd heyrir stjórnarfarslega undir dómsmálaráðherra sem fer með málefni kosninga.

Landskjörstjórn þakkar ráðherra og fylgdarliði kærlega fyrir komuna.

Ráðherra og landskjörstjórn

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is