Fara beint í efnið
Landskjörstjórn Forsíða
Landskjörstjórn Forsíða

Landskjörstjórn

Auglýsing: Talningarstaðir og aðsetur yfirkjörstjórna kjördæma á kjördag

24. maí 2024

Yfirkjörstjórnir kjördæma auglýsa hér með talningastaði og aðsetur sitt á kjördag.

Landskjörstjórn-kosning

Atkvæði verða talin að loknum kjörfundi í Laugardalshöll, Kaplakrika, Fjölbrautarskóla Suðurlands, Hjálmakletti í Borgarnesi og Háskólanum á Akureyri.

Sjá nánari upplýsingar í auglýsingum yfirkjörstjórna kjördæmanna ásamt aðsetri þeirra á kjördag:

  • Reykjavíkurkjördæmi norður og suður

Aðsetur yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæma norður og suður á kjördag verður í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að kjörfundi loknum færist aðsetur yfirkjörstjórnarnanna í Laugardalshöll þar sem talning atkvæða fer fram.

Símanúmer yfirkjörstjórnanna á kjördag er 411-4915

Aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur verður einnig í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördag.

  • Norðvesturkjördæmi

Við forsetakjör það sem fram fer laugardaginn 1. júní 2024 mun yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafa aðsetur frá kl. 09:00 á kjördegi í Hjálmakletti menningarhúsi (Menntaskóla Borgarfjarðar), Borgarbraut 54, Borgarnesi.

Talning atkvæða mun fara fram á sama stað eftir að kjörfundi lýkur kl. 22:00. Talning er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Á kjördag má hafa samband við yfirkjörstjórn með eftirfarandi hætti:

Ari Karlsson formaður, ari@lmg.is - sími 855-5331, Guðrún Jónsdóttir, gudrun1403@gmail.com – sími 844-7338 og Hrund Pétursdóttir, hrund.peturs@gmail.com – sími 895-5495.

Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis

Ari Karlsson, formaður
Guðrún Jónsdóttir
Hrund Pétursdóttir
Marta Jónsdóttir
Stefán Ólafsson

  • Norðausturkjördæmi

Auglýsing vegna forsetakosninga 1. júní 2024

Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag verður 854-1474. Að loknum kjörfundi kl. 22 kemur yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis saman í Háskólanum á Akureyri, til þess að hefja talningu atkvæða. Sími á talningarstað verður 857-1479.

Akureyri, 15. maí 2024.

Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis

Gestur Jónsson,
Eva Dís Pálmadóttir,
Björn Vigfússon,
Sigmundur Guðmundsson,
Hildur Betty Kristjánsdóttir

  • Suðurkjördæmi

Á meðan kosning til embættis forseta Íslands fer fram, laugardaginn 1. júní 2024, verður aðsetur yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem talning fer einnig fram að loknum kjörfundi.

Símanúmer yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis eru 664 1890 og 663 1199, auk þeirra verða símanúmer á talningarstað 663 5011 og 663 0011.

Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis, 10. maí 2024.

Þórir Haraldsson, formaður,
Kristrún Elsa Harðardóttir,
Anna Birna Þráinsdóttir,
Jóhanna Njálsdóttir og
Elín Fanndal.

  • Suðvesturkjördæmi

Meðan kosning til embættis forseta Íslands fer fram, laugardaginn 1. júní 2024, verður aðsetur yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis í Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði, þar sem talning atkvæða fer fram að loknum kjörfundi kl. 22:00. Fyrstu kjörkassar verða opnaðir kl. 19:00 og hefst þá flokkun atkvæða. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis, 23. maí.

Gestur Svavarsson formaður,
Aldís Ásgeirsdóttir,
Erla Gunnlaugsdóttir,
María Júlía Rúnarsdóttir,
Sigurður Tyrfingsson.

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is