Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
4. apríl 2018
Vinnustofa fyrir tengiliði Heilsueflandi samfélags (HSAM) var haldin þann 19. mars síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
í síðustu viku (13. viku) var inflúensan staðfest hjá 19 einstaklingum sem er mikil fækkun frá vikunum á undan.
28. mars 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, úthlutaði í dag 96 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 167 verkefna og rannsókna.
Embætti landlæknis barst nýlega ábending frá Landspítala um alvarlegt atvik þar sem sjúklingur með svokallað loftbrjóst hafði leitað til bráðamóttöku og gengist undir aðgerð í kjölfar áverka eftir nálastungur.
27. mars 2018
Embætti landlæknis hefur tvö síðustu ár birt lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum en um þessar mundir er unnið þriðju útgáfu lýðheilsuvísa sem birtir verða í júní á þessu ári.
23. mars 2018
Nokkur umræða hefur verið um andlát vegna ofskömmtunar lyfja á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hefur umræðan að mestu tengst ópíóíðum. Í Bandaríkjunum hefur ástandinu verið líkt við faraldur vegna fjölda þeirra sem deyja vegna ópíóíða og fjölda þeirra sem eiga við alvarlegan fíknivanda að stríða.
22. mars 2018
Í tilefni af fréttaflutningi í kjölfar birtingar Persónuverndar á ákvörðun sinni er varðar flutning persónuupplýsinga frá Embætti landlæknis til Advania vill Embætti landlæknis taka eftirfarandi fram.
21. mars 2018
í síðustu viku (11. viku) var inflúensan staðfest hjá 58 einstaklingum sem er töluverð aukning frá vikunni áður.
20. mars 2018
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag 20. mars og er af því tilefni haldið málþing í hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem umfjöllunarefnið er Hamingja, heilsa og vellíðan með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
19. mars 2018
Embætti landlæknis hefur, sem kunnugt er af fréttum, til rannsóknar erindi er varða afleiðingar skurðaðgerða við offitu.