Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Mælaborð lýðheilsu

27. mars 2018

Embætti landlæknis hefur tvö síðustu ár birt lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum en um þessar mundir er unnið þriðju útgáfu lýðheilsuvísa sem birtir verða í júní á þessu ári.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis hefur tvö síðustu ár birt lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum en um þessar mundir er unnið að þriðju útgáfu lýðheilsuvísa sem birtir verða í júní á þessu ári.

Birting lýðheilsuvísa er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu eftir búsetusvæðum. Til viðbótar við hefðbundna birtingu í formi upplýsingablaðs fyrir hvert heilbrigðisumdæmi er nú fjórir lýðheilsuvísar birtir með gagnvirkum og myndrænum hætti.

Þessi birting er fyrsti áfangi Mælaborðs lýðheilsu. Reynist þessi framsetning gagnleg verður þeim lýðheilsuvísum fjölgað sem birtir verða með þessum hætti.

Til þess að styðja lýðheilsustarf um allt land, þar með talið starf Heilsueflandi samfélags og Heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla eru allir vísarnir reiknaðir niður á heilbrigðisumdæmi og níu stærstu sveitarfélögin.

Landlæknir