Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

20. mars 2018

Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag 20. mars og er af því tilefni haldið málþing í hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem umfjöllunarefnið er Hamingja, heilsa og vellíðan með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag 20. mars og er af því tilefni haldið málþing í hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem umfjöllunarefnið er Hamingja, heilsa og vellíðan með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Aðstandendur málþingsins, auk Embættis landlæknis eru: Forsætisráðuneytið, Samband Íslenskra sveitarfélaga, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Endurmenntun Háskóla Íslands.

Dagurinn var fyrst haldinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna árið 2013 með það að markmiði að vekja athygli á hamingju og vellíðan sem mikilvægu markmiði fyrir einstaklinga og stjórnvöld um heim allan.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt aðildarríki til að útfæra hvernig leggja megi aukna áherslu á hamingju og vellíðan í opinberri stefnumótun og nálgast efnahagsvöxt með þeim hætti að hann stuðli að sjálfbærri þróun, vinni gegn fátækt og auki vellíðan allra íbúa.

Nánari upplýsingar um alþjóðlega hamingjudaginn má finna hér: www.dayofhappiness.net