Í Stokkhólmsyfirlýsingunni sem samþykkt var á nýafstöðnu heimsþingi IUFRO er heimsbyggðin eindregið hvött til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum, minnkandi líffjölbreytni, hnignun vistkerfa, mengun umhverfis og vaxandi misrétti í samfélaginu. Framsýnna langtímamarkmiða sé þörf. Sérstaklega er bent á mikilvægi skóga, trjáa og skógarafurða á leið til sjálfbærni og hagsældar í framtíðinni.