Land og skógur tekur þátt í Vísindavöku Rannís sem fram fer í Laugardalshöll í Reykjavík laugardaginn 28. september. Þar verður hægt að skoða pöddur, laufblöð og fræ í víðsjá, þreifa á mismunandi jarðvegi, sjá drónamyndir af gróðurframvindu á Hekluskógasvæðinu og taka þátt í verðlaunagetraun. Sömuleiðis verður til sýnis sneið með árhringjum úr elsta tré sem fundist hefur á Íslandi og er um 280 ára gamalt.