Samráðshópur
Menningar- og viðskiptaráðherra skipar samráðshóp um málefni Hljóðbókasafns Íslands, sbr. ákvæði 17. gr. bókasafnalaga nr. 150/2012. Samráðshópurinn er forstöðumanni Hljóðbókasafns til samráðs og ráðgjafar um stefnu og önnur málefni sem varðar starfsemi safnsins. Skipunartími er fjögur ár og núverandi samráðshópur er skipaður til 1. sept 2026.
Samráðshópurinn er þannig skipaður:
Rósa María Hjörvar, formaður, tilnefnd af Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskerta á Íslandi, Heiða Ingólfsdóttir varaformaður, tilnefnd af Félagi íslenskra sérkennara, Snævar Ívarsson, tilnefndur af Félagi lesblindra á Íslandi, Andrea Dan Árnadóttir, tilnefnd af Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða, Oddbergur Eiríksson, tilnefndur af Sjónstöðinni.
Varamenn eru: Kristinn Halldór Einarsson, tilnefndur af Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskerta á Íslandi, Sædís Ósk Harðardóttir, tilnefnd af Félagi íslenskra sérkennara, Ásta Rós Snævarsdóttir tilnefnd af Félagi lesblindra á Íslandi, Kristín Lilja Thorlacius Björnsson, tilnefnd af Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða, Ásdís Þórðardóttir, tilnefnd af Sjónstöðinni.