Vel lukkuð Safnanótt
23. febrúar 2023
Hljóðbókasafnið tók þátt í dagskrá vetrarhátíðar Kópavogsbæjar á Safnanótt í fyrsta skipti þann 3. febrúar síðastliðinn.
Mikið safn alls kyns tromma í eigu starfsmanna var til sýnis og ásláttar fyrir alla sem vildu og Skólahljómsveit Kópavogs lék nokkur fjörug lög sem mæltust vel fyrir. Gestum var boðið að skoða hljóðver safnsins, fylgjast með hljóðbókalesara að störfum og spreyta sig sem lesarar. Þrátt fyrir leiðindaveður voru gestir tæpt hundrað og skemmtu sér allir hið besta.