Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Samnorrænn tæknifundur á Íslandi

8. júlí 2022

Hljóðbókasafn Íslands var um mánaðamótin gestgjafi á reglulegum fundi samstarfssafna á Norðurlöndum, Sviss og Hollandi.

1 IT Forum

Samstarf af þessu toga er ómetanlegt fyrir lítið safn á borð við HBS.

Þessir fundir eru haldnir 4 sinnum á ári, til skiptis á netinu og í raunheimum og skiptast samstarfssöfnin á um að vera gestgjafar.

Tilgangur fundanna er að skiptast á upplýsingum um stöðu og framþróun tæknimála safnanna og þar sem söfnin eru öll rafræn er mjög mikilvægt að fylgjast með þróun mála í upplýsingatækni og miðlun gagna þeim tengdum. Einnig og ekki síður mikilvægt er beint samstarf á milli safnanna um þróun, aðlögun og smíði hugbúnaðar sem nýtist öllum söfnunum. Meðal annars hefur verið í smíðum og er kominn í notkun hjá nokkrum safnanna sameiginlegur prófunarhugbúnaður fyrir hljóðbækur sem er notaður til að tryggja tæknileg gæði þeirra bóka sem söfnin gera aðgengilegar fyrir lánþega sína.

Áhersluatriði á þessum fundi var framleiðslukerfi safnanna og nauðsynlegar og fyrirhugaðar uppfærslur á þeim. Töluverður samhljómur er hjá flestum safnanna um hvert skuli stefna en eins og eðlilegt er hjá ólíkum stofnunum í mismunandi löndum hafa flest söfnin verið að fara sínar eigin leiðir í þeim málum. Niðurstaða fundarins var að taka samræmingarmál hugbúnaðar lengra og vinna markvisst að því að samnýta hugbúnaðarþróun og starfskrafta eins og mögulegt er. Hljóðbókasafnið mun leiða þessa vinnu á komandi mánuðum en þá fyrst og fremst hvað varðar skipulag enda eru öll hin söfnin töluvert stærri og því meiri mannskapur þar sem getur unnið sjálfa vinnuna. Næstu tveir fundir verða í sumarlok í netheimum og munu eingöngu snúast um þetta mál og það verður spennandi að sjá hversu langt þessari vinnu miðar á komandi mánuðum.

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur