Samningur við Myndstef
29. september 2022
Þann 27. september undirrituðu Hljóðbókasafn Íslands og Myndstef tvo samninga vegna birtinga mynda og bókakápa í höfundarrétti á vef og í streymisveitu.
Fjármunir sem innheimtast vegna þessara og annarra álíka samninga eru ekki bundnir ákveðnum höfundum og greiddir til viðkomandi aðila, heldur er um að ræða árlega heildargreiðslu sem rennur í sjóð Myndstefs. Úr þessum sjóði eru svo greiddir styrkir til starfandi myndhöfunda á hverju ári
Á myndinni eru Aðalheiður Dögg Finnsdóttir, framkvæmdastjóri Myndstefs, Marín Guðrún Hrafnsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafnsins, Ragnar Th. Sigurðsson, stjórnarformaður Myndstefs og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðilegur ráðgjafi.