Nýr samningur við Rithöfundasambandið
22. september 2022
Hljóðbókasafn Íslands skrifaði í dag undir samning við Rithöfundasamband Íslands um bótagreiðslur til rithöfunda vegna ritverka sem safnið gerir aðgengileg fyrir lánþega sína.
Nýi samningurinn skerpir á hlutverki og skyldum safnsins með vísan í endurskoðuð höfundalög frá því í apríl 2021 (https://www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html). Jafnframt kveður samningurinn á um að Rithöfundasambandið muni, eins og áður, annast umsjón og úthlutun bóta til allra rithöfunda og þýðenda og er aðild að sambandinu ekki nauðsynleg.