Nú þurfa allir að skipta um lykilorð
4. mars 2022
Samkvæmt starfsreglum Hljóðbókasafns Íslands þurfa lánþegar að skipta um lykilorð einu sinni á ári.
Ef tenging þín hefur rofnað er nýtt lykilorð í tölvupóstinum þínum. Athugið að það gæti hugsanlega hafa lent í ruslpósti.
Óheimilt er að deila aðgangi, safnið er eingöngu ætlað þeim sem á þurfa að halda og hafa skilað inn vottorði.
Við vonum að þetta valdi þér ekki óþægindum. Ef þú lendir í vandræðum ekki hika við að hringja í síma 54 54 900 eða senda okkur tölvupóst á hbs@hbs.is Síminn er opinn 10:00 - 16:00