Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Kynning á Hljóðbókasafni á Akureyri

28. mars 2023

Um miðjan mars fór Marín Guðrún Hrafnsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafnins, til Akureyrar til þess að heimsækja bókasöfn, framhaldsskólana tvo og Símey símenntunarmiðstöð.

1 Hjá VMA - hbs

Tilefni ferðarinnar var að kynna Hljóðbókasafnið og koma á betri tengslum við sérkennara, námsráðgjafa og starfsmenn skóla og bókasafna svo safnið fái að vita með góðum fyrirvara hvaða námsbækur stendur til að lesa svo hægt sé að gera efnið aðgengilegt fyrir nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika.

Á myndinni, sem tekin er í Verkmenntaskólanum,  eru Marín Guðrún Hrafnsdóttir forstöðumaður Hljóðbókasafns, Hanna Þórey Guðmundsdóttir forstöðumaður bókasafns VMA, Hafdís Bjarnadótti brautarstjóri starfsbrauta, Harpa Jörundardóttir sviðsstjóri brautarbrúar og starfsbrautar og Svava Hrönn Magnúsdótttir námsráðgjafi.

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur