Kiwanisklúbburinn Katla gefur barnabókalestur
10. júlí 2022
Kiwanisklúbburinn Katla hefur reynst Hljóðbókasafninu vel undanfarin ár. Katla hefur frá árinu 2016 styrkt innlestur á barna- og unglingabókum með reglulegu millibili.
Kiwanismennirnir Ólafur Sigmundsson og Ásmundur Jónsson áttu fund með forstöðumanni HBS og deildarstjóra útlánadeildar þann 28. september 2021. Í kjölfarið var ákveðið að Katla greiði innlestur á tíu barna- og unglingabókum á árinu 2022, alls tæplega hálf milljón króna. Nú þegar eru níu titlar komnir inn í safnið og sá tíundi er í lestri.
Kiwanisklúbburinn Katla er svo sannarlega hollvinur Hljóðbókasafns Íslands og verður þeim seint fullþakkað.