Hljóðbókasafnið styður átakið Tími til að lesa
6. apríl 2020
Hljóðbókasafn Íslands hvetur lánþega sína til að taka þátt í átakinu Tími til að lesa, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.
Á vefsvæðinu https://timitiladlesa.is/ þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrá allan sinn lestur út aprílmánuð, geta þátttakendur fylgst með sameiginlegum lestri þjóðarinnar frá degi til dags. Markmiðið, fyrir utan að lesa sér til ánægju, er að fá árangurinn skráðan í heimsmetabók Guinness. Munum að hlustun á hljóðbók er líka lestur.