Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Hefur lesið 500 bækur fyrir Hljóðbókasafn Íslands

3. desember 2020

Á fullveldisdaginn, 1. desember, var Þórunni Hjartardóttur veitt viðurkenning fyrir ómetanlegt framlag á lestri bóka fyrir Hljóðbókasafn Íslands, en hún hefur á árunum 1992-2020 lesið inn 500 bækur fyrir safnið.

Merki Hljóðbókasafnsins

Sú bók sem markaði þessi tímamót hjá Þórunni og var bók númer 500 er Nýsköpun og frumkvöðlafræði eftir Óttar Ólafsson.

Á safninu starfa að jafnaði um 30 lesarar í verktöku og hefur Þórunn lesið fyrir safnið um langt skeið. Með viðurkenningunni vill safnið þakka fyrir framúrskarandi lestur og minna á mikilvægi þess að allir hafi rétt á upplýsingum og bókum. 

Hljóðbókasafn Íslands er aðgengissafn og hét áður Blindrabókasafn Íslands. Það þjónar skv. lögum eingöngu þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur og gegnir þannig mikilvægu hlutverki fyrir blinda, sjónskerta og þá sem ekki geta nýtt sér prentað letur. Sérstök áhersla er lögð á námsbækur en jafnframt að bókakostur sé sem fjölbreyttastur. 

Viðurkenningin fór fram í húsakynnum safnsins að Digranesvegi 5 þriðjudaginn 1. desember kl. 14

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur