Fara beint í efnið
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða
Hljóðbókasafn Íslands Forsíða

Hljóðbókasafn Íslands

Fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun

Getur Hljóðbókasafnið opnað aðgang tímabundið?

23. mars 2020

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist safninu um að opna aðgang að hljóðbókum safnsins tímabundið á meðan íslenskt samfélag tekst á við COVID-19.

Merki Hljóðbókasafnsins

Það er því miður ekki hægt enda eigum við ekki bækurnar og slíkt væri því brot á höfundaréttarlögum. Safnið starfar eftir undanþágu í höfundalögum sbr. 19. grein og eftir samningi Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Rithöfundasambands Íslands.

Safnið framleiðir eingöngu efni fyrir sína lánþega sem eru blindir, sjónskertir, lesblindir og aðra þá sem eiga erfitt með að lesa prentað mál. Safnið starfar ekki fyrir almennan markað og þurfa allir notendur að skila inn tilskildum vottorðum. Ákvæði þetta er strangt enda skal virða höfundaréttarlög og ef opnað yrði fyrir aðgang til allra myndi slíkt kalla á lagabreytingu og í raun væri verið að gefa höfundarrétt upp á bátinn.

Hljóðbókasafnið bendir á að örfáar bækur safnsins eru opnar öllum en þá hafa rithöfundar veitt slíkt samþykki og hreinlega gefið aðgang að verkum sínum. Einnig er að finna mikið af góðu efni hjá fyrirtækjum á markaði eins og Hlusta.is og Storytel.is og eins fagnar safnið framtaki Forlagsins sem nýverið gaf þjóðinni þrjár bækur sem finna má á vef Forlagsins undir hljóðbækur. Fræðslugátt Menntamálastofnunar nýtist einnig vel við heimanám og Edda útgáfa er með frían aðgang að upplestri á fjölda Disney ævintýra til 1. apríl nk.

Við vonum að þeir sem þurfa á Hljóðbókasafninu að halda geti orðið sér út um vottorð og hvetjum lánþega til að hafa samband við okkur. Starfsfólki Hljóðbókasafns hefur nú verið skipt upp í tvo hópa sem vinna til skiptis til þess að minnka líkur á að þjónustan skerðist meðan þetta ástand gengur yfir.

Með baráttukveðju
Starfsfólk Hljóðbókasafns Íslands

Hljóðbókasafn Íslands

Hafðu samband

Símaafgreiðsla: 545 4900

Hljóðver: 545 4910

Netfang: hbs@hbs.is

Opnun­ar­tími

Safnið er opið mánudaga til fimmtudag frá
10 til 16 og föstudaga 10 til 14:30

Símaafgreiðsla er opin alla virka daga 10 til 14

Heim­il­is­fang

Digranesvegur 5

200 Kópavogur