Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
14. febrúar 2023
Í dag tók Hæstiréttur á móti norrænum laganemum og íslenskum gestgjöfum þeirra en þau eru stödd hér á landi í tilefni af norrænni laganemaviku og árshátíðar Orators, félags laganema við Háskóla Íslands.
9. febrúar 2023
Þriðjudaginn 7. febrúar heimsótti Hæstarétt Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ásamt eiginmanni sínum James V. Derrick.
25. janúar 2023
Í vikunni sem leið fékk Hæstiréttur heimsókn frá starfsnemum við sendiráð Danmerkur og Svíþjóðar hér á landi.
3. janúar 2023
Á nýársdag lést Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari.
14. desember 2022
Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli sem B höfðaði gegn A vegna sýningar á sjónvarpsþætti en í honum voru meðal annars sýnd viðtöl við B sem tekin höfðu verið upp sumarið áður. Ágreiningur aðila laut að kröfu B um greiðslu miskabóta úr hendi A meðal annars á þeim grundvelli að í þættinum hefðu komið fram viðkvæmar persónuupplýsingar án samþykkis hennar.
9. desember 2022
Fimmtudaginn 8. desember sl. fékk Hæstiréttur heimsókn frá Sýslumannafélagi Íslands. Forseti og skrifstofustjóri réttarins tóku á móti sýslumönnum og kynntu þeim starfsemina og svöruðu fyrirspurnum.
7. desember 2022
Forsaga málsins er sú að með dómi Landsréttar 23. mars 2018 í máli nr. 6/2018 var X sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Með dómi Hæstaréttar 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018 var dómur Landsréttar staðfestur. Endurupptökudómur féllst með úrskurði 31. mars 2022 á beiðni X um endurupptöku málsins.
2. desember 2022
Í gær fékk Hæstiréttur heimsókn frá Páli Hreinssyni forseta EFTA-dómstólsins og Ólafi Jóhannesi Einarssyni skrifstofustjóra dómstólsins.
14. nóvember 2022
Í vikunni sem leið fékk Hæstiréttur heimsókn frá finnskum laganemum á vegum ELSA Helsinki ásamt íslenskum gestgjöfum þeirra.
9. nóvember 2022
Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli um endurupptöku dóms réttarins í máli nr. 74/2015 þar sem X, Y og Z höfðu verið sakfelld fyrir ýmsa háttsemi í starfsemi A ehf. Endurupptökudómur féllst með úrskurði 30. desember 2021 á beiðni þeirra um endurupptöku málsins.