Skipun skiptastjóra
17. febrúar 2025
Hinn 1. janúar 2024 tóku gildi reglur dómstólasýslunnar nr. 5/2024 um fjárhæð skiptatrygginga og skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum.


Í 5. gr. reglnanna er kveðið á um að dómstólasýslan skuli í ársbyrjun hvert ár birta upplýsingar um hversu mörgum búum hverjum skiptastjóra hefur verið falið að skipta á árinu hjá hverjum og einum héraðsdómstól og samtals á þeim öllum svo og upplýsingar um það í hversu mörgum búum hver skiptastjóri hefur ekki tilkynnt skiptalok fyrir árslok.
Hér má sjá lista yfir fjölda þrotabúa sem hverjum og einum skiptastjóra var falið að skipta á árinu 2024, bæði hjá hverjum og einum héraðsdómstól og samtals á þeim öllum.
Ekki tilkynnt skiptalok fyrir árslok 2024
Hér má sjá lista yfir það í hversu mörgum búum hver skiptastjóri hafði ekki tilkynnt skiptalok fyrir árslok 2024. Af tæknilegum ástæðum eru þetta aðeins þau bú sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á árunum 2020-2024. Listinn tekur því ekki til búa sem tekin voru til gjaldþrotaskipta fyrir meira en fimm árum en eru af einhverjum ástæðum enn opin.