Heimsókn norrænna laganema
17. febrúar 2025
Í liðinni viku tók Hæstiréttur á móti norrænum laganemum og íslenskum gestgjöfum þeirra.


Í liðinni viku tók Hæstiréttur á móti norrænum laganemum og íslenskum gestgjöfum þeirra. Þau voru stödd hér á landi í tilefni af norrænni laganemaviku og árshátíðar Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Sigurður Tómas Magnússon varaforseti Hæstaréttar, Ása Ólafsdóttir hæstaréttardómari, Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri, Jenný Harðardóttir og Linda Ramdani aðstoðarmenn dómara, tóku á móti þeim og kynntu starfsemi réttarins.