Fara beint í efnið

Leysar, leysibendar og IPL-tæki

Á þessari síðu

Almennt

Notkun öflugra leysa, leysibenda og IPL-tækja meðal almennings er leyfisskyld en innflutningur tækjanna tilkynningarskyldur.

Leysibendar eru ekki leikföng. Leysibendar geta verið öflugir og valdið bráðum skaða á augum.

Leysar, leysibendar og IPL-tæki eru meðal annars notuð:

  • í iðnaðarvinnslu á efnum

  • við rannsóknir og í mælitækjum

  • í læknis- og snyrtimeðferðum

  • við ljósasýningar á tónleikum

Ef um sterka leysibenda er að ræða þarf sérstakt leyfi til notkunar.

Áhrif á heilsu

Leysar, leysibendar og IPL-tæki geta verið skaðlegir augum og húð, því ber að nota þá varlega. Einnig geta öflugustu leysarnir og leysibendarnir valdið íkveikju.

Ekki eru allir leysar skaðlegir. Þeir sem taldir eru öruggir undir öllum venjulegum kringumstæðum eru í flokki 1. Slíka leysa má nota í leikföng.

Það á alltaf að vera merking á leysum með upplýsingum um hvaða flokk þeir tilheyra.

Leysar, leysibendar og IPL-tæki geta valdið brunaskaða á húð og augu og í einhverjum tilfellum leitt til sjónmissis.

Hættan á skaða fer eftir:

  • afli leysis

  • bylgjulengd

  • fjarlægð frá auga eða húð

  • hversu lengi augað verður fyrir geislanum

  • hversu dreifður geislinn er

Ef geislinn er ekki samfelldur heldur púlsaður er hættan einnig háð lengd og orku púlsanna.

Varnir

Til að komast hjá augnskaða af völdum öflugs leysis er mikilvægt að horfa aldrei í leysigeislann. 

Í sumum tilfellum þarf að nota hlíðfarbúnað.

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169