Sá sem annast verklega þjálfun á vinnustað verður að hafa kennsluréttindi á vinnuvél.
Skilyrði
Þú getur sótt um að verða leiðbeinandi ef þú:
ert með vinnuvélaréttindi í viðkomandi flokki
getur sýnt fram á að hafa lokið 1.000 vinnustundum á vél í viðkomandi réttindaflokki
Umsóknarferli
Þú sækir um með því að fylla út eyðublaðið og senda í tölvupósti til Vinnueftirlitsins.
Þú færð sent nýtt vinnuvélaskírteini þar sem þessi réttindi koma fram.
Ábyrgð leiðbeinenda
Sem leiðbeinandi berð þú ábyrgð á að þjálfunin fari fram í þannig umhverfi að ekki hljótist slysahætta af.
Til að auðvelda verklega þjálfun hefur Vinnueftirlitið gefið út gátlista fyrir verklega þjálfun á vinnuvél.
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið