Fara beint í efnið

Heilsuefling á vinnustað

Vinnueftirlitið, VIRK starfsendurhæfingarsjóður og embætti landlæknis hafa í sameiningu unnið að viðmiðum sem ætlað er að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi.

Verkefnið Heilsueflandi vinnustaðir byggir á sömu hugmyndafræði og verkefni embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunn –, og framhaldsskóla og er hýst hjá embætti landlæknis.

Markmið verkefnisins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.

Mótuð voru viðmið fyrir heilsueflandi vinnustaði sem og leið til upplýsingamiðlunar til að auðvelda vinnustöðum að skapa heilsueflandi vinnuumhverfi og vinna þannig markvisst að góðri vinnustaðamenningu.

Á vefsvæðinu heilsueflandi.is er aðgangur að gagnvirku netsvæði þar sem fyrirtækjum í landinu gefst tækifæri á að vinna að sinni eigin heilsueflingu á vinnustað.

Morgunfundir um heilsueflandi vinnustaði

Vinnueftirlitið, VIRK, og embætti landlæknis hafa frá því samstarfið hófst haldið morgunfundi um heilsueflandi vinnustaði þar sem áhersla hefur verið á fræðslu um þætti sem stuðla að vellíðan á vinnustað. Hér að neðan má nálgast upptökur frá fundunum:

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið