Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilsueflandi bekkur

Heilsueflandi bekkur er forvarnarverkefni sem byggir á jákvæðri nálgun með áherslu á heilsueflingu, nemendum er bent á jákvæðar aðferðir og hollara val. Verkefnið er ætlað nemendum í 7.–9. bekk grunnskóla og miðar að því að efla vellíðan og styrkja nemendur í að takast á við áskoranir lífsins.

Forveri þessa verkefnis er Tóbakslaus bekkur sem fékk mikla þátttöku á landsvísu þar sem unnin voru frábær verkefni. Í því verkefni var áherslan þó meiri á neikvæðar hliðar tóbaksnotkunar.

Markmið verkefnisins eru meðal annars að stuðla að aukinni seiglu, félagsfærni og tilfinningastjórnun nemenda. Kennari kynnir verkefnið fyrir bekknum og skráir hann til þátttöku á vef Heilsueflandi bekks. Nemendur fræðast um þætti sem stuðla að vellíðan, velja sér verkefni til að vinna að og setja sér sameiginleg markmið með bekkjarfélögum sínum.

Líkt og í Tóbakslausum bekk geta nemendur tekið þátt í verðlaunaleik eða lokaverkefni. Til þess að verkefni geti talist til verðlaunaverkefna þarf það að byggja á jákvæðri nálgun og tryggja að allir í bekknum taki virkan þátt í framkvæmd þess.

Verkfærakista Heilsueflandi bekkjar

Mynd. Heilsueflandi bekkur vellíðan

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis