Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna heyrnartækjakaupa

Sjúkratryggingar veita styrk til heyrnartækjakaupa hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.

  • Styrkupphæð er 60.000 krónur eða 120.000 krónur eftir því hvort keypt eru tæki fyrir annað eða bæði eyru

  • Hægt er að sækja um styrk á 4ra ára fresti

  • Styrkir eru ekki skattskyldir

  • Seljendur verða að hafa hlotið staðfestingu landlæknis samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 786/2007 en það eru eftirtaldir: Heyrðu, Heyrn, Heyrnartækni, Heyrnarstöðin og Lyfja Heyrn.

Rétt á styrk eiga:
  • Sjúkratryggðir eldri en 18 ára og þar með taldir einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum

  • Þeir sem hafa tónmeðalgildi á betra eyra að lágmarki 30 dB

Umsóknarferli
  • Seljendur senda rafræna umsókn ásamt reikningi og heyrnarmælingu

  • Styrkurinn greiðist til seljanda sem dregur á móti styrkupphæðina frá verði heyrnartækja

Heyrnartæki keypt hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

  • Sjúkratryggingar greiða ekki styrki vegna kaupa á heyrnartækjum hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

  • Þegar heyrnartæki eru keypt þar er styrkur dreginn frá kostnaðarverði og einstaklingur greiðir mismun


Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar