Get ég sjálf/sjálfur flutt mál mitt fyrir dómi?
Þú getur flutt mál þitt sjálf/ur fyrir dómi og sú skylda hvílir á dómara að leiðbeina ólöglærðum aðilum um formhlið málsins. Flestir kjósa hins vegar að fá þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna sinna.
Dómari metur hæfi þess sem vill flytja málið sjálf/sjálfur
Ef aðili er hins vegar, að mati dómara, ekki fær um að flytja mál sitt sjálfur getur dómari í einkamáli sagt honum að ráða sér hæfan umboðsmann. Ef aðili verður ekki við því þá má líta svo á að hann hafi ekki sótt þing næst þegar málið er tekið fyrir.
Í sakamáli gildir það sama nema að því leytinu að dómari getur skipað sakborningi verjanda í óþökk hans.
Tengt efni
Sjá 6. mgr. 17. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.
Sjá 29. gr. og 3. mgr. 31. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.
Þjónustuaðili
Dómstólar