Fara beint í efnið

Gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu

Í Áætlun um gæðaþróun felast leiðbeiningar um verklag við veitingu heilbrigðisþjónustu. Áætluninni er ætlað að vera leiðsögn til þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu um hvaða kröfur eru gerðar til þeirra og hvernig þau geta uppfyllt þær kröfur. Þar kemur fram hvernig heilbrigðisstofnanir geta stöðugt fylgst með gæðum og öryggi þjónustunnar og brugðist við með umbótastarfi þegar þess gerist þörf.

Markmið áætlunarinnar er að notendur heilbrigðisþjónustu fái þjónustu sem:

  • Eykur líkur á betri heilsu og auknum lífsgæðum

  • Er samfelld og samhæfð.

  • Er örugg, rétt tímasett, skilvirk, byggð á jafnræði, notendamiðuð og árangursrík

Áætlunin miðar að því að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að framþróun hennar. Embætti landlæknis leggur fram áætlunina, sem staðfest er af ráðherra. Áætlun um gæðaþróun er höfð til hliðsjónar við úttektir á heilbrigðisþjónustu.

Áætlunin byggir á eftirfarandi fjórum lykilþáttum um verklag.

Gæðauppgjör

Heilbrigðisstofnanir og starfsstofur heilbrigðisstarfsmanna skila árlega gæðauppgjöri til embættis landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands eftir atvikum, sem byggir á ofangreindum lykilþáttum og er ætlað að sýna árangur hvað snertir gæði og öryggi þjónustunnar. Þar sem við á er hægt að sameinast um að senda gæðauppgjör, svo sem hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum, sem reka saman stofur.

Tengt efni


Þjónustuaðili

Embætti land­læknis