Fara beint í efnið

Flutningur á láni

Ef þú ert að kaupa nýja eign geturðu sótt um veðlánaflutning og flutt húsnæðislánið með þér á nýju eignina. Þannig heldurðu sömu kjörum og þarft ekki að greiða lántökukostnað.

Ef þú ert enn í leit að nýrri eign eða eignin er enn í byggingu, geturðu sótt um tímabundna afléttingu lánsins gegn bankaábyrgð.

Sækja um veðlánaflutning

Umsókn um veðlánaflutning

Fylgigögn

  • Undirrituð kauptilboð beggja eigna (sem þú ert að selja og kaupa).

  • Söluyfirlit eignar sem þú ert að kaupa.

  • Upplýsingar um önnur húsnæðislán sem þú ert með.

  • Ef þú ert að bæta við þig lánum eða gera breytingu á greiðendum þarftu að skila inn greiðslumati (má vera frá þeirri lánastofnun).

Ráðgjafi HMS mun hafa samband fljótlega með tölvupósti, staðfesta umsókn og óska eftir frekari upplýsingum ef þörf er á.

Sækja um afléttingu láns gegn bankaábyrgð

Umsókn um afléttingu láns gegn bankaábyrgð

Fylgigögn

  • Staðfesting á ábyrgð frá bankanum.

  • Undirritað kauptilboð þeirra eignar sem verið er að selja.

Ráðgjafi HMS mun hafa samband fljótlega með tölvupósti, staðfesta umsókn og óska eftir frekari upplýsingum ef þörf er á.

Flutningur á láni samþykktur

  1. Þú færð tölvupóst þegar umsókn um flutning á láni hefur verið samþykkt.

  2. Þegar skjöl um veðlánaflutning eru tilbúin er hægt að nálgast þau á afgreiðslutíma til HMS í Borgartúni 21.

  3. Þegar skjölunum hefur verið þinglýst skilar þú þeim inn til HMS.

  4. Kostnaður við veðlánaflutning leggst ofan á næsta gjalddaga lánsins.

Kostnaður

  • Veðlánaflutningur: 11.000 krónur.

  • Þinglýsingarkostnaður hjá sýslumanni: 2.700 krónur.

Flutningi á láni synjað

Ef umsókn um flutning á láni er synjað færðu tölvupóst með formlegu ákvörðunarbréfi með ástæðum synjunar. Ef einhver gögn vantaði eða forsendur hafa breyst getur þú sótt um endurupptöku og veitt nýjar upplýsingar.

Ef þú ert ósammála niðurstöðunni getur þú kært hana til úrskurðarnefndar velferðarmála.