Faggilding - Traust á prófunum, vottunum og skoðunum
ISAC – Faggildingarsvið Hugverkastofunnar (Icelandic Service for Accreditation) er hinn opinberi faggildingaraðili á Íslandi og annast allar tegundir faggildinga, bæði þar sem er lagaleg krafa um faggildingu og á sviðum þar sem fyrirtækjum er í sjálfsvald sett að láta faggilda starfsemi sína.
Spurningar og svör varðandi faggildingu
Faggilding er formleg viðurkenning þar til bærs stjórnvalds á því að aðili sé hæfur til að vinna tiltekin verkefni varðandi samræmismat.
Samræmismat er mat á því hvort vara, ferli, kerfi eða aðili uppfylli kröfur. Samræmismat getur t.d. verið að prófa eiginleika efna, skoða ástand tækja eða að votta stjórnunarkerfi.
Faggilding er staðfesting á hæfni samræmismatsstofu til að vinna þessi tilteknu verk. Hlutverk faggildingar er að tryggja að samræmismatsstofan uppfylli kröfur viðeigandi staðla, reglugerða og laga.
Samræmismatsstofur geta verið í samkeppni sín á milli og verður því faggilding að starfa óháð samkeppni. Innan Evrópu er aðeins ein faggildingarstofnun í hverju landi. Faggilding er starfrækt alþjóðlega og miðar að því að vara sem er prófuð, skoðuð eða vottuð í einu landi af faggiltum aðila sé viðurkennd í öllum löndum þar sem faggilding er starfrækt. Í Evrópu eru starfandi faggildingarstofnanir í meira en 40 löndum.
Faggildingu getur verið lögbundin eða sjálfvalin. Lögbundin faggilding á við um skoðunar-, vottunar-, eða prófunarstofur sem starfa á sviðum þar sem stjórnvöld gera kröfu um faggildingu. Samræmismatsstofur sem annast tiltekna þætti opinbers eftirlits þurfa lögum samkvæmt að vera faggiltar. Samræmismatsstofur sem ekki þurfa lögum samkvæmt að vera faggiltar geta valið að vera faggiltar til að öðlast meiri trúverðugleika þar sem hæfni þeirra hefur þá verið metin af óháðum aðila.
Faggilding – Ávinningur allra
Fyrir stjórnvöld – til að staðfesta tæknilega hæfni og hlutleysi við samræmismat, þegar lög og reglugerðir gera kröfu um slíkt mat.
Fyrir framleiðendur – til að sýna fram á að kröfur laga, reglugerða og staðla séu uppfylltar, og til að öðlast hindrunarlaust aðgengi að erlendum mörkuðum.
Fyrir samræmismatsaðila – til að tryggja að starfsemi þeirra byggist á gagnreyndum aðferðum og ferlum sem beitt er af hæfni og hlutleysi.
Fyrir neytendur – til að efla traust á gæðum og öryggi vöru og koma í veg fyrir endurteknar prófanir/vottanir sem leiða myndu til hækkaðs vöruverðs.
Neytendur krefjast þess að geta treyst öryggi þeirra vara sem þeir nota og þess umhverfis sem þeir lifa í. Alls konar fullyrðingar fyrirtækja um eiginleika vöru og þjónustu á markaði eru lítils virði ef ekki er hægt að sannprófa þær.
Umhverfisvottanir, innihaldslýsingar, fullyrðingar um sjálfbærni eru dæmi um svið þar sem vottunar-, prófunar- og skoðunarstofur gegna mikilvægu hlutverki.
Fyrir fyrirtæki og eftirlitsaðila er mikilvægt að bera traust til áreiðanleika og gæða þeirrar þjónustu sem rannsóknarstofur, skoðunaraðilar og vottunaraðilar veita.
Faggilding, sem veitt er af sjálfstæðum og hlutlausum aðila með alþjóðlega viðurkennda hæfni, tryggir þetta traust.
Áður en sótt er um faggildingu er nauðsynlegt að kynna sér faggildingarferlið.
Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu ISAC.
Gjaldskrána má finna hér á heimasíðu ISAC.
Á milli ISAC og sænsku faggildingarstofnunarinnar SWEDAC er í gildi sérstakur samstarfssamningur sem felur í sér að SWEDAC annast, fyrir hönd ISAC, faggildingu á þeirri samræmismatsstarfsemi þar sem ISAC hefur ekki enn öðlast gagnkvæma viðurkenningu EA, svo sem á prófunar-, kvörðunar- og vottunarstofum.
Faggiltir aðilar
Hér má finna upplýsingar um faggilta aðila
Í listanum hér að neðan er að finna faggiltar skoðunarstofur.
Faggildingar númer | Samræmismatsstofa | Tæknisvið | Staðall | Skilyrði og umfang (pdf) |
22 | BSI á Íslandi ehf | Leikvellir | ISO/IEC 17020 | |
03 | Frumherji hf | Raforkuvirki | ISO/IEC 17020 | |
05 | Rafskoðun ehf | Raforkuvirki | ISO/IEC 17020 | |
33 | BSI á Íslandi ehf | Raforkuvirki | ISO/IEC 17020 | |
30 | BSI á Íslandi ehf | Skip | ISO/IEC 17020 | Skilyrði og |
45 | Löggilding ehf | Skip | ISO/IEC 17020 | Skilyrði og |
23 | BSI á Íslandi ehf | Lyftur | ISO/IEC 17020 | |
01 | Frumherji hf | Ökutæki | ISO/IEC 17020 | |
04 | Aðalskoðun hf | Ökutæki | ISO/IEC 17020 | |
34 | Tékkland bifreiðaskoðun ehf | Ökutæki | ISO/IEC 17020 | |
43 | Betri skoðun ehf | Ökutæki | ISO/IEC 17020 | |
39 | Frumherji hf | Skoðunarstofur í byggingariðnaði | ISO/IEC 17020 | |
40 | BSI á Íslandi ehf | Skoðunarstofur í byggingariðnaði | ISO/IEC 17020 | Skilyrði og |
Í listanum hér að neðan er að finna vottunarstofur faggiltar af ISAC (og SWEDAC fyrir hönd ISAC).
Í listanum hér að neðan er að finna prófunarstofur sem faggiltar af ISAC (og SWEDAC fyrir hönd ISAC).
Faggildingar númer | Samræmismatsstofa | Svið | Staðall | Skilyrði og umfang (pdf) |
10 | Frumherji hf | Lögmælifræði | ISO/IEC 17025 | Skilyrði |
16 | Sýni ehf | Prófun matvæla og fóðurs | ISO/IEC 17025 | Í gegnum SWEDAC |
24 | Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði | Prófun matvæla og fóðurs | ISO/IEC 17025 | Í gegnum SWEDAC |
28 | Matís ohf | Prófun matvæla og fóðurs | ISO/IEC 17025 | Í gegnum SWEDAC |
Í listanum hér fyrir neðan er að finna B-faggilt ökurita- og endurskoðunarverkstæði
Faggildingar númer | Samræmismatsstofa | Svið | Reglugerð númer |
B-003 | Ökumælar ehf | Ökuritar | 41/1996 |
B-007 | Kraftbílar ehf | Ökuritar | 41/1996 |
B-021 | Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga | Ökuritar | 41/1996 |
B-044 | Bílaverkstæði Hjalta ehf | Ökuritar | 41/1996 |
B-075 | Bílaverkstæði SB ehf | Ökuritar | 41/1996 |
B-141 | Ökuritaverkstæði Svans Hallbjörnssonar | Ökuritar | 41/1996 |
B-142 | Klettur sala og þjónusta ehf | Ökuritar | 41/1996 |
B-143 | Vík verkstæði ehf | Ökuritar | 41/1996 |
B-144 | Brimborg ehf – Veltir | Ökuritar | 41/1996 |
B-145 | Sleggjan atvinnubílar ehf | Ökuritar | 41/1996 |
B-102 | Bílaþjónusta Péturs | Endurskoðun ökutækja | 631/1994 |
B-103 | Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga | Endurskoðun ökutækja | 631/1994 |
B-104 | Pardus ehf | Endurskoðun ökutækja | 631/1994 |
B-105 | Bílson ehf | Endurskoðun ökutækja | 631/1994 |
B-110 | Bílaleiga Húsavíkur ehf | Endurskoðun ökutækja | 631/1994 |
B-116 | Bílaverkstæði Jóhanns ehf | Endurskoðun ökutækja | 631/1994 |
B-129 | Bílvogur ehf | Endurskoðun ökutækja | 631/1994 |
B-131 | Múlatindur sf | Endurskoðun ökutækja | 631/1994 |
B-134 | Bílaverkstæði Rauðalæk ehf | Endurskoðun ökutækja | 631/1994 |
B-138 | Röndin ehf | Endurskoðun ökutækja | 631/1994 |
Í listunum hér fyrir neðan má finna upplýsingar um tímabundnar niðurfellingar og afturkallanir faggildinga. Almennt eru upplýsingar um niðurfellingar og afturkallanir birtar í eitt ár.
Ákvarðanir um tímabundna niðurfellingu faggildingar
Faggildingar númer | Nafn samræmismatsstofu | Svið | Umfang | Dagsetning ákvörðunar | Dagsetning afléttingar niðurfellingar |
Ákvarðanir um afturköllun faggildingar
Faggildingar númer | Nafn samræmismatsstofu | Svið | Umfang | Dagsetning ákvörðunar | Athugasemdir |
Valkvæð niðurfelling eða afturköllun faggildingar
Faggildingar númer | Nafn samræmismatsstofu | Svið | Umfang | Dagsetning | Athugasemdir |
44 | Frumherji hf. | Ósjálfvirkur vogarbúnaður | Allt umfang | 31.10.2023 |
Þjónustuaðili
Faggilding - ISAC