Börn erlendra ríkisborgara, sem fæðast á Íslandi, fá ekki sjálfkrafa íslenskan ríkisborgararétt eða dvalarleyfi á Íslandi.
Ríkisborgararéttur
Aðeins börn sem eiga að minnsta kosti eitt íslenskt foreldri fá íslenskan ríkisborgararétt við fæðingu.
Dvalarréttur
Dvalarréttur barna sem fæðast á Íslandi fer eftir dvalarrétti foreldranna.
Ef móðir er EES/EFTA-borgari með lögheimili á Íslandi er barnið skráð í þjóðskrá með lögheimili hjá móður í samræmi við fæðingartilkynningu sem berst Þjóðskrá frá heilbrigðisstofnun.
Ef faðir er EES/EFTA-borgari með lögheimili á Íslandi þurfa foreldrar að hafa samband við Þjóðskrá til að ganga frá lögheimilisskráningu barnsins.
Ef foreldri barns sem fæðist á Íslandi er með tímabundið dvalarleyfi sem heimilar fjölskyldusameiningu, þarf að sækja um dvalarleyfi fyrir barnið hjá Útlendingastofnun til að það fái lögheimilisskráningu á Íslandi.
Forsjárgögn, í þeim tilvikum þegar foreldrar eru ekki í hjúskap og/eða annað foreldrið er ekki löglega búsett á Íslandi.
Ef báðir foreldrar fara með forsjá barns, þarf það foreldri sem ekki er sótt um fjölskyldusameiningu við að samþykkja að barnið fái dvalarleyfi hér á landi.
Ef foreldri barns sem fæðist á Íslandi er með ótímabundið dvalarleyfi, þarf að sækja um ótímabundið dvalarleyfi fyrir barnið hjá Útlendingastofnun til að það fái lögheimilisskráningu á Íslandi.
Forsjárgögn, í þeim tilvikum þegar foreldrar eru ekki í hjúskap og/eða annað foreldrið er ekki löglega búsett á Íslandi.
Ef báðir foreldrar fara með forsjá barns, þarf það foreldri sem ekki er sótt um fjölskyldusameiningu við að samþykkja að barnið fái dvalarleyfi hér á landi.
Ef foreldri barns sem fæðist á Íslandi er umsækjandi um alþjóðlega vernd sem bíður eftir svari við umsókn sinni frá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála, þá þarf foreldrið að tilkynna Útlendingastofnun um fæðingu barnsins og leggja fram fæðingarvottorð. Barnið verður þá einnig umsækjandi um alþjóðlega vernd og er umsókn þess afgreidd samhliða umsókn foreldrisins.
Réttur barnsins til að dvelja á Íslandi fer eftir niðurstöðunni sem fæst í umsóknina um vernd.