Fara beint í efnið

Dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar

Ef þér er veitt viðbótarvernd á Íslandi færðu dvalarleyfi sem gildir í tvö ár.

Viðbótarvernd er veitt þeim sem eiga á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri meðferð eða að verða fyrir alvarlegum skaða vegna vopnaðra átaka í heimalandi.

Dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar fylgja eftirtalin réttindi.

Réttur til að vinna

Þú mátt vinna á Íslandi án atvinnuleyfis.

Réttur til ferðaskírteinis fyrir flóttafólk

Þú átt rétt á því að sækja um ferðaskírteini fyrir flóttafólk til að ferðast til útlanda.

Réttur til endurnýjunar leyfis

Þú þarft að sækja um endurnýjun dvalarleyfisins áður en leyfið þitt rennur út.

Aðeins er heimilt að endurnýja dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar ef skilyrðum viðbótarverndar er enn fullnægt. Þetta þýðir að við afgreiðslu umsóknar um endurnýjun verður Útlendingastofnun að leggja nýtt mat á almennar aðstæður í heimaríki þínu og meta hvort þú uppfyllir ennþá skilyrði viðbótarverndar.

Ef skilyrði viðbótarverndar eru áfram uppfyllt verður leyfi þitt endurnýjað. Sé það mat stofnunarinnar að skilyrðin séu ekki lengur uppfyllt, færð þú boð í viðtal þar sem þér verður leiðbeint um möguleika þína til að sækja um dvalarleyfi á öðrum grundvelli. Uppfyllir þú skilyrði þess leyfis sem þú sækir um, færð þú heimild til að dvelja áfram á Íslandi. Ef þú sækir ekki um annað dvalarleyfi, eða uppfyllir ekki skilyrði þess leyfis sem þú sækir um, færð þú boð í viðtal vegna hugsanlegrar afturköllunar á vernd þinni.

Afturköllun viðbótarverndar þinnar hefur áhrif á heimildir aðstandenda þinna til dvalar á Íslandi, ef þeir eru með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar við þig.

Þú getur kært ákvörðun um afturköllun viðbótarverndar til kærunefndar útlendingamála.

Réttur til fjölskyldusameiningar

Dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar fyrr en eftir að það hefur verið endurnýjað einu sinni.

Það má veita undanþágu frá þessu skilyrði:

  • Ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því vegna aðkallandi umönnunarsjónarmiða.

  • Ef þú hefur haft dvalarleyfi í eitt ár, verið virkur þátttakandi á vinnumarkaði í átta mánuði, uppfyllir skilyrði um trygga framfærslu, uppfyllir skilyrði um íslenskukunnáttu og hefur til umráða íbúðarhúsnæði fyrir þá aðstandendur sem hyggjast koma hingað.

Ólíkar reglur gilda um fjölskyldusameiningar við aðstandendur eftir því hvort fjölskyldutengsl voru til staðar áður en þú fékkst veitta viðbótarvernd á Íslandi eða urðu til eftir að þú fékkst veitta viðbótarvernd.

Fjölskyldutengsl fyrir veitingu

Endurnýjað dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar veitir rétt til fjölskyldusameiningar við:

Fjölskyldutengsl eftir veitingu

Endurnýjað dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar veitir rétt til fjölskyldusameiningar við:

Réttur til ótímabundins dvalarleyfis

Þú getur sótt um ótímabundið dvalarleyfi þegar þú hefur verið með dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar í fjögur ár.

Þú þarft að uppfylla margvísleg skilyrði til að fá ótímabundið leyfi, meðal annars varðandi íslenskukunnáttu.

Annað skilyrði er að þú hafir ekki hafa dvalist lengur en 90 daga erlendis samtals á hverju ári á gildistíma dvalarleyfis, talið frá útgáfudegi leyfis.

Lög

Viðbótarvernd er veitt á grundvelli 2. málsgreinar 37. greinar og 1. málsgreinar 40. greinar laga um útlendinga.

Dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar er veitt á grundvelli 73. greinar laga um útlendinga.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun