Fara beint í efnið

Beiðni um skoðun á vinnuvél

Beiðni um skoðun á tæki

Allar vinnuvélar þarf að skoða:

  • árlega - sjá skoðunarmiða á vél eða á mínum síðum

  • fyrir og eftir verulegar viðgerðir og breytingar á burðarvirkjum véla

Það er á ábyrgð eigenda að passa að allar vélar séu skoðaðar og biðja um skoðun tímalega. Vinnuvélar eru hluti af vinnuumhverfinu hjá mörgum atvinnurekendum og ber þeim því að gæta að öryggi vélanna í því skyni að tryggja öryggi starfsfólks.

Skoðunarferli

Hægt er að senda inn beiðni um skoðun með því að smella á hnappinn "Sækja um" hér að ofan.

Eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins hefur samband innan þriggja virkra daga.

Skoðun á vinnustað

Eftirlitsmaður mætir á vinnustað og skoðar vélina. Niðurstaðan getur verið ýmist:

  • Full skoðun: Nýr skoðunarmiði settur á.

  • Hálf skoðun: Gera þarf úrbætur en tækið má nota á meðan. Panta þarf aukaskoðun að úrbótum loknum.

  • Notkun bönnuð: Tækið má ekki nota fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Settur er rauður miði á tækið á meðan. Panta þarf tíma í aukaskoðun að úrbótum loknum.

Skoðunarskýrsla berst í tölvupósti á uppgefið netfang. Hún verður svo aðgengileg á Ísland.is daginn eftir skoðun.

Kostnaður

Reglubundin skoðun

Skoðunarkostnaður fer eftir tegund vinnuvélar.

Innheimt er um mánaðarmót með greiðsluseðli frá Fjársýslunni.

Aukaskoðun

Greitt er 75% af skoðunargjaldi ef aukaskoðunin er vegna:

  • vanbúnaðar sem kemur í ljós við reglubundna skoðun

  • vanrækslu

Greitt er 50% af skoðunargjaldi ef aukaskoðunin er vegna:

  • uppsetningar véla, tækja eða annars búnaðar sem er með gilda reglubundna skoðun til dæmis byggingakrana eða hengiverkpalla

  • breytinga eða viðgerða

Beiðni um skoðun á tæki

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið